Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, febrúar 21

Íslenska sauðkindin

Fann bloggið mitt óvart í dag, hafði alveg gleymt því að ég átti einu sinni líf þar sem ég gat eytt tíma í að moka flór úr hausnum á mér inn á Veraldarvefinn. Nú er ég að bíða eftir manni uppi á Fr. Berglaugu og tel lopapeysur á Laugaveginum, kreppan hefur komið lopanum aftur í tísku enda Icelandic Design, sem er óskaplega móðins líka. 14 lopapeysur en það merkilega er að ég hef ekki séð eina manneskju sem ég þekki, þetta er eins og að vera í útlöndum, fyrir utan allar lopapeysurnar ... 15 ... 16 ... þetta minnir mig á það þegar við Embla fórum í Versló í gamla daga til að stela flöskum og telja Bossjakka. Já, maður hafði vissulega meiri tíma í den.

miðvikudagur, ágúst 27

Óverkill

Ég er mjöööög stolt af íslenska handboltaliðinu, ég fór út á Skólavörðustíg og klappaði fyrir strákunum, en svo fór ég heim, fékk mér bjór og horfði á hátíðina í sjónvarpinu því ég óttaðist að þetta færi út í klígjupakkann. Og djöfull er ég fegin. Hvað er í gangi þarna? Öxar við ána tvisvar, allskonar fólk upp á sviði... mér líður eins og ég sé með pest og viti ekki hvort þetta ætli upp úr eða niðrúr mér. Ohhh... þetta var sætt en fór svo út í rugl. RUGL! Væm æl oj. Held ég þurfi að stinga títuprjónum undir neglurnar á mér aðeins til að jafna mig.
Áfram Ísland.

miðvikudagur, júlí 30

Dýr sopi

Í blíðviðrinu í gær buðu foreldrar mínir mér í bíltúr til Þingavalla. Við ákváðum að eiga svona súperíslenskan sumardag sem maður geymir í minninu og dustar af sér til hughreystingar þegar húmar að og maður íhugar alvarlega að flytja endanlega af landi brott. Hugmyndin var að athuga hvort enn væri bissniss á Hótel Valhöll og ef svo væri fá sér kaffi og með því úti í sólinni eins og í gamla daga. Ég veit að það er ógurlegt efnahagsástand og ég veit að verðlag er hærra hér en alls staðar en - 980 kr. fyrir vöfflu!!!! Kommon! Enda spurði ég aumingja afgreiðslufólkið hvort það væri að grínast, þau svöruðu því að þau sömdu ekki verðin, sem ég vissi alveg en þetta datt svona út úr mér um leið og ég náði andanum aftur. Drengurinn lét reyndar ekki þar við sitja heldur bætti við að þetta væri nú þjóðgarður og út úr bænum og mikill flutningskostnaður ... Aha, sagði ég en stillti mig um að segja við hann að það væri þá forvitnilegt að vita hvað vafflan kostar á Egilsstöðum. Að endingu fékk ég mér pilsner en far og mor kapútsjínó. Fyrir þetta borguðum við 1500 krónur. For alvor! Ég er að hugsa um að flytja endanlega af landi brott.

mánudagur, júlí 14

úffff

Er med obboslett kattaobnæmi... er ad passa kisuhnodra fyrir Helgu frænku... ohhh, skelfing... veit ekki hvort þad er antihistamínid sem gerir mig svona syfjada eda bara obnæmid sjált eda bædi. Vont ad vinna svona. bööööö.

miðvikudagur, júlí 9

Vinna

Pikkpikkpikkpikkpikkpikk pikkpikkpikkpikkpikkpikkpikk pikkpikkpikk pikk pikk djöfull er ég leið á því að vinna í þessu veðri.

föstudagur, júlí 4

Ísland

Ég er komin til Íslands. Veðrið er gott og sumarblíða í hjörtum fólksins. Glimmrandi gott allt saman.

sunnudagur, júní 29

Spánn EM meistarar 2008

Vei!

fimmtudagur, júní 26

Vísismenn óvísir

Í gær barst í tal hversu furðuslæm visir.is væri orðin. Í dag sannfærðist ég um þetta endanlega því í einni fréttinni stóð að Ben Affleck og Jennifer væru að "vaxa í sundur". Jahá!

miðvikudagur, júní 25

Ich habe kein geld

Einhvern veginn er þetta sú þýska setning sem lifir alltaf í hausnum á mér, enda alltaf sönn. Þó sjaldan sannari en nú. Ég fann ekki kortaveskið mitt áður en ég fór frá Tarragona og er því eins og helsært dýr því mér tókst að borga visareikningin ógurlega sem varð til í Ikea við flutningana, en sjálft kortið er einhvers staðar inni í hól - eða á bak við skáp eða milli þilja. Ég leitaði hátt og lágt í miklu panikki en allt kom fyrir ekki. Reyndar hafði ég tekið upp debetkortið áður til að fara í búð þannig að ég er ekki vopnlaus en þegar ég ætlaði að beita því kom í ljós að gengishrunið hefur étið upp þær fáu krónur sem á reikningnum voru. Þetta er ekki hægt. 132 krónur fyrir evru ... og pundið ... offff! Við höldum til Edinborgar á eftir. Nú ætla ég út í banka að ná í spænska debetkortið mitt, ekki að það komi að nokkru gagni. Adios í bili.

sunnudagur, júní 22

Sjór

fór í sjóinn í dag, það var dejligt. í sjónum er gull. án gríns. costa dorada - gyllta ströndin. töff.

laugardagur, júní 21

Em Öm

ömurleiki. ef spánverjar fara svona líka hætti ég að eyða tíma í EM. hvad er i gange, eins go jesper grönger sagði um árið. holland skítur á sig, króatía skítur á sig og portúgal - öll liðin sem maður heldur með. er riðlakeppnnin að fara með bestu liðin? eru þau algjörlega búin á því þegar þau koma upp úr riðlunum? eða mútaði rússneska mafían liðinu? hvad er i gange, for satan? ömurð. ég ætla að hætta að horfa á óverpeid drengi fædda fokking áttatíogeitthvað sparka í bolta og vinna ferkar eða fara á ströndina, eða bæði. mér finnst bæði betra.

fimmtudagur, júní 19

Blond móment

Átti mjög blond móment hérna áðan: ákvað að bæsa hina hilluna í dag svona í tilefni þess að við erum að fá gesti á morgun og týndi því úr henni bækur og annað, efst á hillunni var vínrekki sem við keyptum á sunnudagsmarkaðnum fyrstu helgina okkar hér. Í stað þess að taka flöskurnar úr rekkanum eins og eðlileg manneskja kippti ég til mín rekkanum með þeim afleiðingum að 2 spari spari reserva rauðvínsflöskur splundruðust á gólfinu og rauðvín og glerbrot þeyttust um allt gólf, upp á veggi, á fínu kortin sem ég var nýbúin að festa á vegg og ofan í fjöltengið. Ég er búin að skúra 4 sinnum en það er samt lykt hérna inni eins og eftir brjálað jólaglöggspartý. Þetta er næstblondasta mómentið mitt held ég, það svakalegasta var þegar ég stóð mig einu sinni að því að fara að flýta mér að mála því málningin var að verða búin.
Annars erum við svona að ganga frá og pakka; ég reyni að muna hvað ég á af skóm og fötum heima, ég veit að það er troðið í báðum geymslunum út að dyrum af drasli þarna heima en samt finnst mér ég ekki eiga neitt almennilegt til að fara í - ef krónan væri ekki þetta plat sem hún er þá myndi ég slá þessu upp í kæruleysi og dressa mig upp í Edinborg að góðum, íslenskum sið. En nei. En gallabuxur þarf ég. Og kannski skó. Alltaf skó. Maður á aldrei nóg af skóm. Það vissi amma og það vitum við Hulda.
Verð að vinna núna á meðan þvottavélin sér um þvottinn. óverendát.

miðvikudagur, júní 18

14 dagar

Svona er planið:
í dag: vinna, bæsa hillu vinna meira, setja í þvottavél og svo vinna
19/6: vinna, þrífa, taka til, vinna
20/6: vinna, taka á móti Berglindi og Ingunni Önnu, horfa á EM
21/6: vinna, sýna gestum fínerí í borginni, vinna meira
22/6: pakka, vinna og sniglast með B&I, horfa á EM og vona að Podemosar tapi ekki fyrir Ítölum ... right
23/6: fara til Barcelona, halda upp á Sant Joan á Bercelonetaströndinni með öllum hinum, kampavín og flugeldar
24/6: Hitta Pollo&Gerald, Nicolas, Auju og Tóta og fleiri kannski, fara í bæjarferð.
25/6: fljúga til Skotlands, EM, fara til Hemma, hitta AR og fara í Ástuíbúð
26/6: vinna, hitta Aus og Hemma og horfa á bolta
27/6: vinna, tala við AR og H. elda kannski handa þeim eitthvað gott
28/6: vinna, fara með Aus kannski í búðir að leita að gallabuxum (moi) og pilsi (AR)
29/6: vinna, EM úrslit
30/6: Pakka, vinna, fá sér hvítvín með A&H
1/7: Til Íslands.

miðvikudagur, júní 11

Mídas- what an ass

Fer ótrúlega í taugarnar á mér að Geiri gullfingur hafi unnið 9 milljónir í víkingalottóinu. Kannski verður margur ekki af aurum api, kannski lenda aurarnir bara hjá mörgum apanum ... úff. Ætla samt að reyna að transenda og segja ommmm. Ommmmm.

þriðjudagur, júní 10

EM

Vei! Holland! Vei! Spánn! Viva! Vei! Svíþjóð! Hurra! Vei! Vei! Og vei - Ítalía tapaði, skíttapaði, vei! Gott á þá! Meira af þessu.

sunnudagur, júní 8

Ojbara

Ég er með oj í kroppnum og sálinni eftir búlluna í gær sem við settumst inn á til að fá okkur bjór. Sátum semsagt á Bar Tortosa með bjór og lásum í Hola á meðan gamli karlinn við hliðina á okkur prúttaði við kerlinguna á bak við borðið um drátt. Fannst of mikið að borga 20 evrur fyrir að fá að fara upp með tvítugri stúlku með sálarlaus augu og svart, slegið hár. Hvernig dettur fólki í hug að flagga vændi sem einhverjum femenisma? Djöfulsins viðbjóður.

laugardagur, júní 7

Jahérna, nú dámar mér

Við hjónaleysin vorum að koma af hóruhúsi. For alvor. Vorum á leiknum þar á undan. Protúgal vann. Ágætt. Enda ekki annað hægt en að fara á hóruhús. Who'd have thunk it?

EM!

Portúgal-Tyrkland í dag. Vei!
Við Sössibé vorum að koma inn, ég er að koma mér í vinnugírinn, blogga smá á meðan. Við fórum á Forum-torgið að kaupa grænmeti af bændum: ferskjur, epli, appelsínur, steinselju, belgbaunir, kirsuber, vínber og papriku. Ég ætla að wokka og læra að binda hnút á kirsuberjastöngla með tungunni, maður verður að hafa eitt partýtrikk. Tarragona er falleg og ferðamannastraumurinn að aukast sýnist manni, en ekki alveg eins og í Undraborginni, hér sér maður glókolla í familíuferðum, unglinga taka myndir af rómverskum rústum og húsaskreytingum og spænska krakka í skólaferðum. Engar rauðþrútnar fótboltabullur eða fullar gæsir með glimmer á brjóstunum í augsýn. Svo bíð ég eftir funhita og fríi til að geta skellt mér í sjóinn. Læt mig hafa það þrátt fyrir sjúklegan ótta við hákarla, þeir eru heldur ekki svo margir hér í Mare Nostrum. Ekki eins og þessir í Ástralíu sem virðast standa á beit við helstu baðstrandirnar. En svei mér ef ég er bara ekki komin í gírinn. Brúmm Brúmm.

fimmtudagur, júní 5

Náttúra og geimkúkar

Ég hef náð að snúa sólarhringnum algörlega á hvolf með undraverðum hætti og sama hvað ég reyni að breyta þessu fer þetta alltaf í sama farið. Um fimm í morgun fór ég upp á þak til að taka niður þvott. Það var aðeins tekið að birta og til norðurs var gríðarfallegur skýjabólstri, svona eins og maður sér í enskum málverkum af sjórorrustum . Í loftinu var lykt af greni og júkalyptus. Kettirnir voru hættir að breima og fuglarnir hvísluðu góðan dag. Þá fór ég að sofa.
Vaknaði við flamenkósöng og klapp hjá nágrönnunum. Sá á mbl.is að geimklósettið er komið í lag. Gott að vita af því. Mér finnst að það eigi að taka fyrsta kúkinn sem þarna fer niður, gullhúða hann og setja hann á safn, enda alveg örugglega dýrasti kúkur mannkynssögunnar. Ég veit ekki alveg hversu skynsamar skepnur við erum, heimurinn er á heljarþröm, fólk deyr úr hungri og sjúkdómum, skortur er á korni og eldsneyti og við stöndum í því að fixa klósett úti í geimi. Nú er ég mjög hlynnt vísindarannsóknum og finnst sjálfsagt að peningum sé eytt í þær, en það má alveg forgangsraða. Annars er ég nokkuð impressed - ég veit ekki um neinn sem hefur getað fengið pípara svona fljótt.

miðvikudagur, júní 4

Ör eftir brunasár

Sölvi: Sérðu?
HS: Örið?
Sölvi: Já, svona er maður á litinn.
HS: Já, bleikur.
Sölvi: Já, eins og svín. Viðbjóður.

laugardagur, maí 31

Klaufadýr

Blablablabla niðri á torgi að kvöldlagi.
SB: "Nema hestar eru auðvitað ekki spendýr."
*Ég stari glottandi á samræðufélaga minn* "Nú, hvað þá fuglar, fiskar eða skriðdýr?"
SB: "Ææææi, þú átt eftir að setja þetta á bloggið þitt!"
Ég: "Nei, þetta er of fáránlegt."
SB: "Æææi, ég var svo fastur að hugsa um að þeir væru klaufdýr ... *HS glottir* nei, eða hófdýr, oh, djöfull." SB dæsir, brosir, hristir hausinn og fær sér bjórsopa.

(Hann er í rauninni ákaflega vel gefinn og vel að sér þessi elska en stundum verður maður klaufi, jafnvel í hugsun, eftir lítinn svefn og góðan bjór.)

mánudagur, maí 19

Heim í sumar

Hellú, eftir að hafa lesið viðtal við Oddnýu Sturludóttur í Observer höfum við sannfærst um ágæti Íslands og hoppandi kæti íslensku þjóðarinnar og stefnum því á 2 mánaða skemmtiferð á Frón í sumar. Þar af leiðandi verður húsið okkar hérna á í Tarragona laust í júlí og ágúst og við viljum endilega leigja það út. Frekari upplýsingar má finna á spánýrri bloggsíðu http://www.tarragonahus.blogspot.com

sunnudagur, maí 11

Og svo 2 í viðbót



Sössi á svölum og horft inn í gestaherbergi af svölunum.

Fleiri myndir





Fyrst koma myndir af gestaherberginu og síðan af stofunni, ég kann ekki að rótera þessum myndum þannig sú fyrsta er á hlið.

Nokkrar myndir




Þetta er af terrössunni, ætti að glitta í dómkirkjuturninn þarna einhversstaðar

laugardagur, maí 10

Engar myndir af húsinu enn


En hér er mynd tekin út um stofugluggann. Það er slagveður í dag. Svona eins og reykvískt sumar, lókalfólkið er trámatíserað og götur auðar eins og það sé júróvisjón eða eitthvað - hvenær er annars júróvisjón?

miðvikudagur, maí 7

Tarragona

Hæ. Við erum komin í hús í Tarragona. Komin með net og síma! Vei.
Myndir og frekari upplýsingar þegar um hægist.
Heimilisfang: C/Comte 24
43003 Tarragona
Spánn

Sími: 0034 977245583

hasta la proxima, HS

þriðjudagur, apríl 22

Gestir og gangandi

og gangandi gestir - ég hef ábyggileg lækkað í loftinu í dag því ég fór í heljarinnar göngutúr með Ástu og Huldu sem eru hér í heimsókn. Hulda fer á föstudaginn en Ásta verður áfram og kemur með okkur að sjá Nick Cave og svo til Tarragona að setja saman Ikea húsgögnin því hún er Ikeasamsetjarinn minn. Jamm. En nú fer ég að sinna gestunum.

föstudagur, apríl 18

Sigurjónsson #2

Varði "the wee hours" í Raval hjá Maríu og Sjonna. Sjonni lét renna í bað, Guðjón Teitur svaf og María gerði öndunaræfingar. M&S fóru upp á spítala rétt fyrir átta, og eignuðust risabarn (á spænskan mælikvarða) upp úr 9 í morgun, 4.8 kg. Þetta gekk allt saman eins og í sögu. Móður og barni heilsast vel og ég er farin að leggja mig.

miðvikudagur, apríl 16

Be careful what you wish for...

Í dag gerðist 2: annarsvegar bauðst okkur hús á 4 hæðum með terrössu í bæ 96km fyrir sunnan Barcelona til leigu í amk 1 ár og hinsvegar bauðst okkur listamannsíbúð (stúdíó svipað Kjarvalsstofu) við Signubakka í París í maí og júní. Hvað á maður til bragðs að taka. Húsið kostar aðeins meira, krefst 2 mánaða tryggingar og húsgagnakaupa... París er æði á vorin en þá erum við aftur heimilislaus í júlí. Demit. Of mikið af því góða kannski? eeeeeeeeeeeeeeeeeeeee rassgat